Tölvuver skólans uppfært

admin

Undanfarin þrjú ár hefur verið keyrður svo kallaður „multipower server í tölvuverinu“.  Það þýðir að ein öflug tölva stýrir mörgum skjám og lyklaborðum.  Í raun hefur undanfarið aðeins verið ein ofurtölva í verinu með 15 skjám, lyklaborðum og músum.  Því er ekki að leyna að þetta kerfi hefur verið viðkvæmt og þungt í keyrslu og of oft haft hamlandi áhrif á kennsluna.

En nú er búið að uppfæra tölvuverið með 14 nýjum borðtölvum,  Notast er við sömu skjái og lyklaborð en hver eining er nú sjálfstæð.  Fyrir vikið er verið nú bæði stöðugra og kraftmeira.