Stóra upplestrarkeppnin

admin Fréttir

Picture

Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í gær.  Það voru nemendur í 7. bekk skólans sem kepptu í tveimur umferðum.  Sigurvegarar voru þau Erna Hjaltadóttir og Ólafur B. Indriðason og verða þau keppendur skólans í Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Varamaður þeirra verður Sigrún Ó. Jóhannesdóttir.  Myndin er af sigurvegurum þremur og formanni dómnefndar; Önnu Eiríksdóttur.