Bóndadagskaffi í leikskólanum

admin


Á föstudaginn 19. janúar síðast liðinn var haldið upp á bóndadaginn í leikskólanum.  Karlmennirnir í lífi barnanna fjölmenntu og boðið var upp á kaffi og með´í.  Að sjálfsögðu var þorramatur líka á boðstólum; súrir hrútspungar, sviðasulta, hákarl, harðfiskur og flatkökur með hangikjöti.  Einnig var farið í nokkra gamla leiki eins og fuglafit, völuspá, störu og hoppa yfir sauðalegg. Börnin bjuggu til kórónur sem voru skreyttar blómum. Fjöldi blóma á kórónu táknar fjölda barna sem viðkomandi er tengdur.

Við þökkum kærlega fyrir góða stund og öllum fyrir komuna.