Dagur leikskólans

admin Fréttir

Dagur leikskólans var haldinn 6. febrúar sl.  Í tilefni dagsins voru listaverk nemenda leikskólans í forgrunni og haldin var sérstök sýning á þeim. Boðið var upp á veitingar og áttu gestir og nemendur góða stund saman.
Einnig komu nemendur á elsta stigi í heimsókn til okkar á Tröllaklett. Drengir spiluðu við nemendur fyrir hádegi og stúlkur komu í leikjastund í Fjallasal eftir hádegi. Allir skemmtu sér konunglega, bæði eldri og yngri.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna á listaverkasýninguna og nemendum á elsta stigi fyrir  skemmtilega heimsókn.

Kveðja, nemendur og starfsfólk leikskólans.