Fuglaskoðun

admin

Picture

Nemendur 1. -2. bekkjar hafa undanfarið verið að fræðast um hafið. Við höfum verið að skoða sjófugla, fjöruna og fiska. Í tilefni af því skelltum við okkur í fuglaskoðun miðvikudaginn 3. maí. Farið var í fjöruna fyrir neðan Ægisbrautina. Farið var með þá sjónauka sem skólinn á og nokkrir komu með sjónauka að heiman- einhverjir komu með fuglabækur.Veðrið var ágætt og talsvert af fuglum að sjá. Meðal tegunda sem við sáum voru; rauðbrystingur, hvítmáfur, sílamáfur, tjaldur, æðarfugl og kría. Á leiðinni í fjöruna sáum við lóu, spóa og rjúpu.Nú eru myndir bæði úr fuglaskoðunarferðinni og fjöruferðinni komnar inn á myndasvæði skólans. Sjá hér að ofan undir myndir.