Þann 21. Nóvember 2019 var okkar árlega kaffihúsakvöld haldið í Dalabúð. Eins og venjulega var unlingastigið sem hélt utan um undirbúning og skipulag.
Margt var um manninn og seldust margir happdrættismiðar.
Þá voru 6. – 10. bekkur með atriði sem voru geggjað flott. Unglingastig og miðstig bökuðu smákökur svo var gert heitt kakó þannig að fólk gat fengið sér heitt kakó og borðað kökurnar sem við bökuðum. Svo fengu nemendur unglingastigs það verkefni að baka 30 kökur heima og svo setja 10 kökur í einn poka þannig að hver nemandi hafði 3 poka af kökum sem þau komu með í skólan og við seldum það á kaffihúsakvöldinu. Við þökkum tæknimönnum, ljósamönnum, kynnum og þjónum fyrir alla hjálpina.
Við þökkum öllum sem mættu fyrir stuðningin.
kveðja
Nemendafélagið