Leppalúði í Auðarskóla

admin


Þriðjudaginn 3. desember var Kómedíuleikhúsið með leiksýningu fyrir alla nemendur í grunnskóladeildinni og tvo elstu árgangana í leikskólanum um Leppalúða. Leppalúði hefur ávallt staðið í skugganum af Grýlu og jólasveinunum eins og segir í leikskrá og loksins fær hann að vera í sviðsljósinu. Höfunundur leikritsins er Elfar Logi Hannesson og er hann eini leikarinn í sýningunni. Nemendur skemmtu sér ágætlega á sýningunni sérstaklega yngsti árgangurinn.



Auðaskóli þakkar Kómedíuleikhúsinu fyrir sýninguna.