Í samvinnu 1. bekkjar og skólahóps var umhverfið og plastnotkun til umræðu. Til að minnka plastpokanotkun saumuðu og klipptu nemendur boli og bjuggu til fjölnotapoka sem hægt er að grípa í ef fötin hjá yngsta stigi verða blaut. Nemendurnir bjuggu til 30 boli sem notaðir verða í staðinn fyrir plastpoka. Mikilvægt er að foreldrar sendi pokana aftur í skólann svo hægt verði að nota þá aftur og aftur. Þetta verkefni reyndi á fínhreyfingar þegar að þau klipptu, þolinmæði því skærin voru ekki alltaf samvinnuþýð og samvinnu en börnin fóru að aðstoða hvert annað ef erfiðlega gekk að klippa.