Frábær dagur á Miðstigsleikum

Auðarskóli Fréttir

Miðstigsleikar fóru fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi þann 13. september síðastliðinn í blíðskaparveðri. Leikarnir eru samstarfsverkefni nágrannaskólanna Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólans í Borgarnesi, Heiðarskóla og Reykhólaskóla. Þar koma nemendur saman úr 5., 6., og 7. bekk og gera sér glaðan dag og keppa í hinum ýmsu greinum. Keppt var í fótbolta stúlkna og drengja, kúluvarpi, 60 metra hlaupi, langstökki og 600 metra hlaupi. 15 vaskir nemendur mættu til leiks frá Auðarskóla og stóðu sig með prýði innan vallar sem utan.  

Árangur nemenda frá Auðarskóla má sjá hér að neðan.

Nadía Rós Arnarsdóttir 2. sæti í kúluvarpi 5. bekkjar stúlkna 

 

Grétar Bæring Helguson 2. sæti í langstökki 6. bekkjar drengja 

Jakup Rafal Grzybczyk 3. sæti í langstökki 6. bekkjar drengja 

 

Jakup Rafal Grzybczyk í 2. sæti í 60. metra hlaupi 6. bekkjar drengja 

Grétar Bæring Helguson 3. sæti í 60. metra hlaupi 6. bekkjar drengja 

 

Nadía Rós Arnarsdóttir 3. sæti í 600 metra hlaupi 5. bekkjar stúlkna 

Sara Rós Guðnadóttir 4. sæti í 600 metra hlaupi 5. bekkjar stúlkna 

 

Jakup Rafal í Grzybczyk 2. sæti í 600. metra hlaupi 6. bekkjar drengja 

Grétar Bæring Helguson 3. sæti í 600. metra hlaupi 6. bekkjar drengja 

 

Auðarskóli og Reyhólaskóli sameinuðu krafta sína í fótboltanum og sendu til leiks eitt stúlkna lið og eitt drengja stúlknaliðið varð í 5. sæti og drengjaliðið í 6. sæti. 

Góður dagur í Borgarnesi, gleði og stemming ríktu á vellinum í dag og við hlökkum til næstu leika að ári.