Myndir frá sumarhátíð leikskólans

admin

Nú eru komnar 60 myndir frá skemmtilegri og velheppnaðri sumarhátíð leikskólans.  Myndirnar eru inni á myndasvæði skólans. Hér.

Myndir úr ljósmyndavali

admin

Síðastliðinn vetur var ljósmyndun kennd í vali í elsta aldurshópnum.   Hluti afrakstrarins er aðgengilegur á Flickrsvæði nemendanna.   Lítið endilega inn og skoðið.

Sumarferð leikskólans

admin

Fimmtudaginn 12. júní fer leikskólinn í sína árlegu sumarferð.  Ferðaáætlunin er nú endanlega ákveðin.  Farið verður norður á Strandir  í fjöruna norður af Þorpum (ekki langt frá Hólmavík).  Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00. Fyrsti áfangastaður er Sauðfjársetrið á Ströndum.  Litið verður á safnið, skoðaðir heimalingar og hænur. Snæddir  ávextir og  salernisaðstaðan nýtt áður en farið verður í …

Leikskólakennaranám

admin

Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakennarafræðum. Um er að ræða margþættan stuðning: – laun í staðbundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum – eingreiðslur (námsstyrkir) tvisvar á skólaárinu – aðgangur að tölvukerfum Auðarskóla og Office 365 – aðgangur að vinnu- námsaðstöðu í skóla; þrentun, ljósritun, interneti og fl. Stefnt er að því að ná saman nokkrum hópi …

Staðarhólsbók í Auðarskóla

admin

Þann 20. maí kom Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnakennari hjá Árnastofnun, í heimsókn með handrit Staðarhólsbókar í farteskinu. Handritið dregur nafn sitt af Staðarhóli í Saurbæ, þaðan sem Árni Magnússon fékk það. Svanhildur kynnti fyrir nemendum á miðstigi íslensku skinnhandritin og fræddi okkur um handverkið við gerð og ritun handritanna. Nemendurnir fengu svo að skrifa eigin ‘handrit’ með fjöðurstaf og jurtableki á bókfell …

Skólaferðalög vorið 2014

admin

Skólaferðlög Auðarskóla verða farin dagana 26. og 27. maí. Yngsta stigið fer á Reykhóla, miðstigið fer í Borgarfjörðinn og efsta stigið ætlar í Skagafjörðinn.  Dagskrár fyrir ferðalögin liggja nú fyrir. Sjá hér.

Vinnustöðvun 21.maí

admin

Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun miðvikudaginn 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn .   Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði fyrir leikskólabörnin. Þann 22. maí …

Tómas R. Einarsson í heimsókn

admin

Í dag fékk Auðarskóli góða heimsókn.   Tómas R. Einarsson tónlistarmaður mætti í skólann.  Tómas, sem er uppalinn á Laugum í Sælingsdal, hafði  með sér kontrabassa og spjallaði við nemendur og spilaði nokkur lög.  Tómas fjallaði m.a. um ýmislegt sem tengist jassi en á þeim nótum hefur hann mikið spilað undanfarna áratugi. Miðvikudaginn 11. júní verður Tómas aftur á ferðinni og …

Boðuð vinnustöðvun FG

admin

Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun fimmtudaginn 15. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn .   Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og kl. 17.00 eru lokatónleikar tónlistardeildarinnar í Dalabúð. Leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki …

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …