Árshátíð Auðarskóla

admin

Ágætu foreldrar Þann 29. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki um tvær og hálfa klukkustund. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Yngri …

Skólaþingið er á morgun !

admin

Minnum á skólaþing Auðarskóla, sem haldið verður á morgun (24. mars) í Dalabúð kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra varðandi það sem gott er og það sem betur má fara í skólastarfinu. Dagskrá þingsins er hér.

Brúðusýning í leikskólanum

admin

Leikskóla Auðarskóla veittist sú óvænta ánægja að fá brúðusýningu um Gilitrutt.  Brúðusýningin, sem var á vegum Brúðuheima í Borgarnesi, tók um 40 mínútur í fluttningi.  Börnin úr fyrsta og öðrum bekk komu úr grunnskólanum kom yfir í leikskólann til að njóta sýningarinnar.  Sýningin var stórkostlega vel heppnuð og eins og myndirnar sýna náði Bernt, sýningarstjórinn, að fanga athygli  barnanna allan …

Heimsókn eldriborgara í leikskólann

admin

Í dag var eldriborgurum  boðið í kaffi í leikskólann.  Það var mjög ánægjulegt að sjá hve margir  sáu sér fært að heimsækja  leikskólann. Það er alltaf gaman að fá góða gesti, sem gefa sér tíma til að staldra við, fá sér kaffidreitil og spjalla. Innilegar þakkir fyrir innlitið

Skólaþing Auðarskóla

admin

Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars 2012 í Dalabúð kl. 10:00 Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi skólans og stefnumótun sveitarfélagsins. Foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á skólamálum í sveitarfélaginu. Vikuna fyrir þingið munu nemendur í eldri bekkjardeildum skólans þinga …

Eldriborgarakaffi

admin

Föstudaginn 16. mars langar okkur í leikskólanum til að bjóða ykkur eldriborgurum í kaffi til okkar milli 10:00 og 11:00. Við hlökkum til að sjá ykkur Börn og starfsfólk

Gjafir handa leikskólanum

admin

Nú á dögunum birtustu fulltrúar frá kvenfélaginu Þorgerði með gjafir handa leikskólanum.  Félagið gaf tvær brauðristar, eina á hvora deild.   Leikskólinn þakkar kvenfélaginu fyrir gjafirnar og sýndan hlýhug í garð starfsins. Á myndinni eru þær Jóhanna Jóhannsdóttir, Fríða Mjöll Finnsdóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir kvenfélagskonur með gjafirnar góðu

Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla

admin

Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í dag.  Nemendur í 7. bekk skólans kepptu um þátttökurétt í lokakeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Allir nemendur bekkjarins kepptu í tveimur umferðum.  Fyrst lásu þeir kafla úr sögu og svo sjálfvalið ljóð. Allir þátttakendur stóðu sig vel og var keppnin jöfn og spennandi. Að lokum völdu dómarar Guðmund Þorgrímsson í fyrsta sæti, Tómas  Andra …

Foreldra í rýnihóp

admin

Óskað er eftir nokkrum foreldrum sem eru tilbúnir í að sitja í rýnihópi vegna ytra mats á starfi grunnskóladeildar Auðarskóla.  Um er að ræða einn fund, sem 6 – 8 foreldrar sitja með matsaðilum kl. 17.30 fimmtudaginn 8. mars.   Áhugasamir hafi endilega samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur@audarskoli.is

Frá öskudegi

admin

This is your new blog post. Click here and start typing, or drag in elements from the top bar.