Í lok maí bauð hestamannafélagið Glaður elstu börnunum í leikskólanum á hestbak. Farið var upp í hesthúsahverfið í Búðardal. Þetta var virkilega skemmtileg ferð þar sem allir skemmtu sér konunglega. Leikskólinn þakkar kærlega fyrir sig.
Skóladagatöl 2012-2013
Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefsvæði skólans. Sjá hér.
Útskrift úr leikskólanum
Elsti árgangur leikskólans við útskriftina Á þeim ágæta góðviðrisdegi; miðvikudaginn 30. maí, útskrifuðust níu börn úr Leikskóla Auðarskóla. Mömmur og pabbar, afar og ömmur komu í heimsókn og voru með börnunum á þessari stóru stund. Útskriftin fór að þessu sinni fram utandyra. Börnin sungu fyrir gesti og fengu góða gjafir frá leikskólanum. Svo var boðið upp á kaffi og með …
Útikennsla í maí
Í maí eyddu nemendur 3. bekkjar fimm dögum í útikennslu (hluti af einum var þó vettvangsferð á KM) sem voru að mestu í tengslum við námsefnið “ Komdu og skoðaðu bílinn“. Nemendur undirbjuggu sig fyrir vettvangsheimsókn á KM (bílaverkstæði) með spurningum. Vel var tekið á móti okkur af einum eiganda KM, honum Kalla. Farið var yfir það sem er m.a. …
Skólaslit
Skólaslit grunnskóladeildar Auðarskóla verða í Dalabúð kl. 17.00 í dag. Öllum nemendum skólans er afhentur vitnisburður, veittar viðurkenningar og stutt ávörp flutt. Athöfnin tekur um klukkustund og allir hjartanlega velkomnir.
Vorhátíð
Þann 30.maí verður vorhátíð grunnskólans. Á vorhátíð má gjarnan klæðast furðufötum í tilefni dagsins. Hafa ber þó í huga að hluti dagskrár er úti og því þarf einnig að klæða sig eftir veðri. Andlitsmálun verður í boði fyrir yngstu nemendur. Að þessu sinni eru foreldrar sérstaklega velkomnir og foreldrafelagið mun sjá um að grilla ofan í alla. 08.30 – 09.50 …
Íslenskir þjóðhættir
3. bekkur hefur verið í fullu fjöri upp á síðkastið og unnið hin ýmsu verkefni. Tilvalið er að deila því og birta með því myndir. Bekkurinn lærði um íslenska þjóðhætti í apríl og í tengslum við það verkefni var m.a. farið á byggðasafn og haldin kynning fyrir foreldra við lok verkefnisins. Valdís Einarsdóttir tók á móti bekknum á byggðasafninu á …
Skólaferðalög
Þann 24. maí hefjast ferðalög nemenda. Öllum nemendum er boðið upp á ferðir með bekkjarfélögum sínum. Farið er í þremur hópum og liggja ferðaáætlanir nú fyrir: Vorferdalag yngsta stig.pdf File Size: 59 kb File Type: pdf Download File Vorferdalag_midstig.pdf File Size: 532 kb File Type: pdf Download File Vorferdalag efsta stig.pdf File Size: 553 kb File Type: pdf Download File
Lokatónleikar tónlistardeildar
Lokatónleikar tónlistardeildar verða miðvikudaginn 16. maí í Dalabúð og hefjast kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir.
Úttekt á matseðlum í Auðarskóla
Eins og undanfarin tvö ár hefur Næringarsetrið, að beiðni skólastjóra, gert úttekt á matseðlum í mötuneyti Auðarskóla. Skýrsla um þessa úttekt liggur nú fyrir og má nálgast hér. Eins og áður er niðurstaðan góð. Boðið er upp á fjölbreyttan mat í Auðarskóla og vel hugað að gerð hans, eldun og samsetningu. Matseðlar uppfylla öll helstu markmið mötuneytisins og Lýðheilsustöðvar.
