Föngulegur hópur 8. – 10. bekkinga skellti sér í Borgarnes þann 26. janúar til þess að taka þátt í og fylgjast með undankeppni í Samfés. Tvö atriði frá skólanum tóku þátt, annarsvegar Gemlingarnir með þeim Angantý, Hlyni, Guðbjarti og Hlöðver Smára og hinsvegar Hlöðver Smári og Benedikt Máni með þær Guðrúnu Birtu og Elínu Huld í bakröddum. Skemmst er frá því að segja að …
Umbótaáætlun
Nú hefur umbótaáætlun er varðar líðan-hrós-aga í grunnskólanum verið sett á vefsvæðið. Áætlunin er unnin í beinu framhaldi af niðurstöðum úr sjálfsmati skólans er varða þessa þætti. Reiknað er með að meta þessa titeknu þætti aftur í nóvember. Umbótaáætlunina er að finna á þessari slóð hér.
Á leið í Skólabúðirnar á Reykum
Samkvæmt skóladagatali á Auðarskóli bókaða viku fyrir nemendur í 7. bekk í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði vikuna 16. – 20. janúar. Nemendur verða það með nemendum samstarfsskólana úr Borgarfirði og Hvalfjarðarsveit. Lögð er áhersla á að allir nemendur fari og njóti samveru við leik og störf. Umsjónarkennari fer með nemendum sínum. Ferðaáætlun : Áætlað er að rúta fari á …
Starfsáætlun Auðarskóla í prentvænni útgáfu
Nú hefur mest af því efni sem finnst hér á vefsvæði Auðarskóla verið uppfært, sett niður í kafla og gert að prentvænu efni. Um er að ræða starfsáætlun Auðarskóla fyrir 2011 – 2012. Skjalið hentar þeim sem vilja frekar lesa af pappír en af skjá en einnig hugsanlega þeim sem finnst betra að lesa efni af skjá skipulega uppsett …
Ný önn í tónlistardeild er að hefjast
Nú er ný önn að hefjast í tónlistardeildinni og við þessi annaskipti gefst tækifæri til að breyta til. Hafi foreldrar áhuga á að auka eða minnka nám nemenda sinna þurfa þeir að hafa samband við tónlistarkennara sem allra fyrst. Einnig ef ekki er sótt eftir frekara námi í vetur. Hafi foreldrar ekki samband fyrir 13. janúar er litið svo á …
Stærðfræði við skólaskil
Út er komin lokaskýrsla þróunarverkefnisins “ Stærðfræði við skólaskil“. Þróunarverkefnið er að öllu leyti unnið í Auðarskóla og fjallar um samstarf elsta árgangs leikskólans og yngsta árgangs grunnskólans. Samstarfið er byggt á stærðfræði að stórum hluta. Þróunarverkefnið fékk styrk frá Verkefna- og námsleyfasjóði Kennarasambands Íslands. Verkefnastjórar voru Jóhanna Sigrún Árnadóttir og Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir. Skýrslan í heild sinni hér.
Gleðileg jól
„Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ Fyrir hönd Auðarskóla óska ég nemendum, aðstandendum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir mikinn hlýhug og farsæla samvinnu á árinu sem er að líða. Eyjólfur Sturlaugsson
Félag sauðfjárbænda færir leikskóla Auðarskóla gjöf
Sjórn félags Sauðfjárbænda í Dölum mætti í leikskólann síðdegis í dag. Tilgangur heimsóknarinnar var að færa leikskólanum 40.000 kr. að gjöf. Í máli Jóns Egils Jóhannssonar kom fram að gjöfin væri dóspeningur frá haustfagnaði þeirra frá því í október. Skólastjóri tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hana fyrir hönd skólans.
Námskrá leikskóla Auðarskóla
Námskrá leikskólans er nú komin út og er aðgengileg hér á vefsíðu skólans. Námskráin í heild sinni hér.
Uppfærð öryggisáætlun
Öryggisáætlun vegna ófærðar eða óveðurs hefur nú verið uppfærð. Bætt hefur verið inn áætlun ef veður versnar mikið á skólatíma og skólaakstur teppist. Einnig hefur verið aukið við önnur efnisatriði og þau gerð skýrari. Sjá hér.