Nemendur 4. og 5. bekkjar hafa verið að læra um og kynnast sólkerfinu. Í stofunni hjá þeim hanga núna uppblásnir hnettir í loftnu sem eiga m.a. að auðvelda nemendum að muna röðina á plánetunum frá sólu. Því var alveg kjörið að tengja lestrarátak bekkjarins við þessa hangandi hnetti. Nemendur brugðu því á það ráð, með kennara sínum, að mála litla …
Sjálfsmatsskýrsla 2010 – 2010
Í þessari fyrstu áfangaskýrslu Auðarskóla um sjálfsmat í skólanum er greint frá framkvæmd og niðurstöðum á tveimur þáttum, sem metnir voru skólárið 2010 – 2011. Skýrsla þessi er nokkuð seinna á ferðinni en til stóð samkvæmt áætlun vegna starfsmannaferðar sem farin var í Auðarskóla á starfsdögum í júní 2011. Við það seinkaði úrvinnslu úr gögnum vetrarins. Í skýrslunni er gert …
Kaffihúsakvöld og danssýning
Árlegt kaffihúsakvöld Auðarskóla verður fimmtudaginn 1. desember kl. 19:30 – 21:30. Boðið verður upp á kakó, smákökur og skemmtiatriði. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Danssýning Auðarskóla verður föstudaginn 2. desember í Dalabúð og hefst hún kl. 12.00. Heimakstri verður seinkað og verður kl. 13. Allir hjartanlega velkomnir.
Barnakórinn
Eins og undanfarin ár hefur kórinn verið að æfa í vetur. Nú er komið að fyrstu tónleikunum. Þeir verða á aðventuskemmtun á Fellsenda þann 27. nóv n.k. Skemmtunin hefst klukkan 14:00. Vona ég að sem flestir sjái sér fært að koma. Lögin sem við erum að æfa eru: Jólasveinar einn og átta Jólasveinar ganga um gólf Adam átti syni sjö …
Foreldrafélagið býður í leikhús
Völuspá og Prumpuhóllinn Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir tveimur leiksýningum frá Möguleikhúsinu sem sýndar verða í Dalabúð. Sýningar eru á skólatíma svo allir nemendur eiga kost á að sjá þær. Fyrri sýningin er Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn og er ætluð 6. – 10. bekk. Hún verður sýnd föstudaginn 18. nóvember kl. 11. Völuspá Þórarins byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn …
Annaskipti
Mánudaginn 14. nóvember er starfsdagur og þann 15. nóvember eru foreldraviðtöl í grunnskóladeild skólans. Þessa tvo daga er ekki kennsla og ekki skólaakstur. Ekki er heldur kennsla í tónlistardeild skólans en leikskólinn er opinn eins og venjulega. Foreldrar mæta til viðtals hjá umsjónarkennurum með börnum sínum en aðrir kennarar og skólastjórnendur verða einnig til viðtals. Tónlistarkennarar vilja einnig gjarnan …
Niðurstaða úr samræmdum könnunarprófum
10. bekkur Íslenska Meðaltal úr prófi 5,39 Meðaltal raðeinkunnar 32.07 Samræmd grunnskólaeinkunn 23,21 Enska 4,82 20,43 …
Nýtt hljóðkerfi í alrými
Á dögunum kom nýtt hljóðkerfi í alrými skólans, sem jafnframt er félagsrými nemenda. Kerfið verður notað á uppákomum á vegum skólans; t.d. tónleikum og skemmtunum. Einnig nýtist kerfið í hléum eldri nemenda í skólanum til að hlusta á tónlist. Kerfið kemur einnig til með að verða nýtt í félagsstarfi skólans, t.d. þegar haldin eru diskótek. Á myndinni sjást tæknimenn nemendafélagsins …
Grasker
Nemendur 6. og 7. bekkjar hittast alltaf fyrstu þrjá tímana á föstudögum og vinna ýmis verkefni saman og er það hluti þróunarverkefnis, sem fellst m.a. í því að auka blöndun nemenda. Síðastliðinn föstudag voru nemendurnir önnum kafnir við að skera út andlit á grasker því Hrekkjavakan var 31. október. Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður úr keltneskri trú . Vaninn er að …
Myndir af tónfundum
Nú eru myndir frá tónfundunum á þriðjudag og miðvikudag komnar inn á myndasvæði skólans. Einnig er þar nú að finna myndbandsupptöku af seinni fundinum, sem haldinn var inni í skólanum. Tónfundirnir heppnuðust vel og komu allmargir foreldrar í heimsókn þessa daga.