Ágætu foreldrar
Nýtt grunnskólaár er að hefjast og vonum við að allir hafi átt gott sumarfrí og mæti nú hressir og kátir til leiks.
Skólasetning Auðarskóla er miðvikudaginn 23. ágúst og bjóðum við líkt og áður alla nemendur og foreldra velkomna í skólann þennan fyrsta skóladag ársins.
Nemendur hitta umsjónarkennara sína á eftirfarandi tímum:
Kl. 10:00 Yngsta stig í neðri byggingu grunnskólans
Kl. 10:45 Miðstig í stofu 6 í efri byggingu
Kl. 11:30 Elsta stig í HOLI efri byggingar
Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 24. ágúst og þá hefst einnig skólabílaakstur.
Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við skrifstofu skólans í síma 430-4757.
Skrifstofa skólans opnar kl. 8 alla virka daga á meðan grunnskólinn starfar.
Hlökkum til að sjá ykkur