Stjórnendaskipti í Auðarskóla

admin

PictureÞann 31. október sl. lét Hlöðver Ingi Gunnarsson af störfum eftir fjögurra ára starf sem skólastjóri Auðarskóla. Hann afhenti Haraldi Haraldssyni, nýjum skólastjóra, lyklavöldin að skólanum við stjórnendaskiptin. Við óskum Hlöðver og fjölskyldu hans velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni og þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina undanfarin ár.

Haraldur Haraldsson tók til starfa 1. nóvember. Haraldur hefur 30 ára reynslu af starfi skólastjóra, bæði í stórum og minni skólum. Hann var skólastjóri Ásgarðsskóla í Kjós í átta ár, eitt ár við Barnaskóla Staðarhrepps á Reykjum í Hrútafirði og fimm ár í Heiðarskóla í Leirársveit. Undanfarin sextán ár hefur hann verið skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem er heildstæður grunnskóli með tæplega 550 nemendur og þegar mest lét, allt upp í 130 starfsmenn. Haraldur er með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands, búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri, diplóma í opinberri stjórsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið öllum áföngum í meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Harald velkominn í okkar raðir og óskum honum farsældar í starfi.