Lokatónleikar tónlistardeildar verða miðvikudaginn 16. maí í Dalabúð og hefjast kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir.
Úttekt á matseðlum í Auðarskóla
Eins og undanfarin tvö ár hefur Næringarsetrið, að beiðni skólastjóra, gert úttekt á matseðlum í mötuneyti Auðarskóla. Skýrsla um þessa úttekt liggur nú fyrir og má nálgast hér. Eins og áður er niðurstaðan góð. Boðið er upp á fjölbreyttan mat í Auðarskóla og vel hugað að gerð hans, eldun og samsetningu. Matseðlar uppfylla öll helstu markmið mötuneytisins og Lýðheilsustöðvar.
Ytra mat – matsskýrsla
Nú er komin út matsskýrsla um ytra matið sem fram fór í Auðarskóla í mars. Það eru matsaðilar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarráðuneytinu sem framkvæmdu matið og tóku saman skýrsluna. Ytra mat er lögbundið og skulu öll sveitarfélög sjá til þess að það sé framkvæmt í skólum þeirra. Skýrslan er hin fróðlegasta aflestrar og ljóst að staðan …
Niðurstöður frá Skólaþingi Auðarskóla
Bryndís Böðvarsdóttir lauk á dögunum við skýrslu frá skólaþingi Auðarskóla, sem haldið var 24.mars síðastliðinn. Á skólaþingið mætti 30 manns sem ræddi líflega saman um grunnskólann. Alls er að finna 330 atriði í skýrslunni, sem fjalla um styrkleika í skólastarfinu og það sem betur má gera. Hér er því á ferðinni mikið efni fyrir skóla og sveitarstjórn …
Grunnskólamót í glímu
Grunnskólamótið í glímu fór fram á Ísafirði helgina 14. og 15. april. Glímufélag Dalamanna fór með keppendur á grunnskólaaldri á mótið. Árangur nemenda úr Auðarskóla var góður og m.a. komið heim með einn meistaratitil en Matthías Karl Karlsson vann í sínum aldursflokki og er því grunnskólameistari stráka í 7. bekk. Árangur Auðarskóla var eftirfarandi: 7. bekkur, strákar: 1. sæti: Matthías …
Forvarnafundir
Forvarnarfundur með foreldrum Á morgun miðvikudaginn 18. april mun Ásgrímur Jörundsson frá Staðarfelli funda með foreldrum nemenda. Hann mun segja frá starfsemi SÁÁ, og hvernig foreldrar geta áttað sig á breyttri hegðunn barna vegna neyslu. Annars hefur hann opið um hvað verður talað. Fundurinn, sem er opinn öllum foreldrum, verður kl. 20.00 í skólanum. Foreldrafélag Auðarskóla Þennan sama dag mum …
Unglingadansleikur í Dalabúð
Hinn árlegi unglingadansleikur samstarfsskólanna á Vesturlandi verður haldinn þann 17. april í Dalabúð. Dansleikurinn byrjar kl. 07.30 og stendur til 10.30. Hljómsveitin Dísel heldur uppi fjörinu. Aðgangseyrir er kr. 1500. Sjoppa á staðnum. Nemendur í Auðarskóla þurfa að koma með aðgangseyri í skólann um morguninn og greiða umsjónarmanni félagslífs (Aldísi).
Páskabingó Auðarskóla
Hið árlega páskabingó Auðarskóla verður haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 7. apríl kl. 20.00 (húsið opnar 19:30). Spjaldið kostar aðeins 500 kr. Posi á staðnum. Góðir vinningar eins og vanalega. Allir velkomnir ! Nemendafélag Auðarskóla.
Frá árshátíð
Árshátíð Auðarskóla fór fram í gær. Foreldrar og vandamenn fylltu Dalabúð. Nemendur stóðu sig með stakri prýði á sviði sem og við aðstoð í sal. Foreldrar sáu um glæsilegar veitingar. Flest starfsfólk grunnskóladeildar var við störf og stýrði athöfninni eins og best gerist. Hér er öllum aðilum Auðarskóla þakkað fyrir góða árshátíð. Myndir frá því í gær komnar í myndasafn …
Páskaegg í leikskólanum
Christine á Skörðum er með landnámshænur. Hún var svo væn að koma með útungunarvél og egg í leikskólann. Núna bíða börn og starfsfólk spennt eftir ungum. Í gær voru eggin gegnumlýst og gátu börnin þá séð æðar og fleira inn í egginu. Það reyndist mjög spennandi að fylgjast með þessu. Það tekur 21 dag fyrir egg að ungast út svo …