Útskrift úr leikskóla

admin

Það var glæsilegur hópur sem útskrifaðist úr leikskóla Auðarskóla miðvikudaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Fjallasal leikskólans að viðstöddum góðum gestum. Útskriftarnemarnir, alls níu talsins, fengu bók og blóm að gjöf frá leikskólanum. Framtíð þessara nemenda er björt og við óskum þeim öllum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.

Skóladagatöl næsta skólaárs

admin

Skóladagatöl skólaársins 2018-2019 eru komin hér inn á vefinn. Undir flipunum „Grunnskóli“ & „Leikskóli“ er efsti valkosturinn „skóladagatal“.

Myndlistarsýning – 10.bekkur.

admin

Sýning á verkum nemenda 10. bekkjar verður í Stjórnsýsluhúsinu frá og með deginum í dag og fram yfir kosningar. Sýningin ber heitið ,,árstíðirnar fjórar“ og áttu nemendur að túlka tré sem sýnir þær. ​ Hvetjum alla til að kíkja við.

Leikskólabörn sungu við opnum Kjörbúðarinnar

admin Fréttir

​Á föstudaginn 13. október 2017 var Kjörbúðin í Búðardal opnuð. Krakkarnir á Tröllakletti tóku þátt í opnuninni með söng þar sem þau fluttu tvö lög í lok ræðuhalda. Krökkunum fannst mjög gaman og spennandi að fá að vera þátttakendur í þessari opnun. 

Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla

admin

Á þriðjudaginn 15. maí n.k.  verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 16:00. Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.

Upplestrarhátíðin á Vesturlandi

admin

Auðarskóli átti fulltrúa á Upplestrarhátíðinni á Vesturlandi sem fram fór 10. apríl síðast liðinn.  Hér heima hafði áður farið fram undankeppni þar sem fulltrúar okkar voru valdir.  Fulltrúar okkar voru þær Sólbjört Tinna og Helga Rún og varamaður Sigurvin Þórður.  Keppnin fer þannig fram að keppendur lesa í þremur umferðum einn texta, og tvö ljóð.  Að þessu sinni var textinn …

Styrkur til Auðarskóla frá Lionsklúbbi Búðardals

admin

Þann 10. mars síðast liðinn hélt Lionsklúbbur Búðardals svokallað kótilettukvöld þar sem eldaðar voru dýrindis kótilettur og margir komu og skemmtu gestum. Viðburðurinn var auglýstur til styrktar Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Á föstudaginn 13. apríl afhenti Lionsklúbburinn svo þessum aðilum afrakstur kótilettukvöldsins og fékk Auðarskóli heilar 250.000 krónur í sinn hlut. Við þökkum Lionsklúbbi Búðardals alveg kærlega fyrir …

Dagur eldri borgara

admin Fréttir

Kæru Dalamenn 60 ára og eldri Verið velkomin í leikskólann okkar þriðjudaginn 21. nóvember.Það verður opið hús milli kl. 10 og 11í tilefni af degi eldri borgara.Boðið verður upp á hressingu,við tökum kannski lagið samanog eigum góða samverustund. Hlökkum til að sjá ykkur Börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla

Upplestrarkeppni Auðarskóla

admin Fréttir

16. mars fór fram, í Auðarskóla, undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar og er undirbúningur nokkur fyrir keppni sem þessa og allir eru hvattir til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Æfingatímabilið er nokkrar vikur og æfingum fjölgar eftir því sem líður á. Við lok þessa tímabils er ánægjulegt að sjá þær framfarir sem …

Stelpurnar okkar gerðu góða hluti í glímu um helgina

admin

Eins og sjá má á frétt Skessuhorns í dag voru nokkrar stelpur úr Auðarskóla að gera góða hluti í glímu um helgina. ​Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Glímudrottning okkar dalamanna, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var …