Kaffi og með því – mikilvægt fyrir alla foreldra/forráðamenn

admin

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 26. september kl. 17:30. … Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins. 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs. 4. Lagabreytingar. 5. Kosningar.  Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. 6. Önnur …

Fjölnota pokar – gjöf til leikskóla

admin

Í samverustund foreldra og starfsfólks sem haldin var þriðjudaginn 12. september sl. fékk leikskólinn fjölnota poka að gjöf. Pokarnir eru ætlaðir óhreinum fötum sem sendir eru heim og koma svo til baka með nýjum fötum í aukafatakassana. Pokarnir eru eign leikskólans. Í einhverjum tilfellum þarf eflaust að þvo pokana áður en þeir eru fylltir af hreinum aukafötum. Pokana gáfu Svanhvít …

Þrívíddarprentari gefinn til minningar um Jóhannes Benediktsson

admin Fréttir

Á fimmtudaginn fékk Auðarskóli glæsilega gjöf til minningar um Jóhannes Benediktsson, en hann var um tíma formaður skólanefndar Grunnskólans í Búðardal og alla tíð umhugað um velferð hans. Skólinn fékk þrívíddarprentara og skanna en eins og segir á minningarskjalinu um Jóhannes:  ,,Með þessari gjölf vildum við gefa ungu fólki í Dölum tækifæti til að kynnast þessari nýju tækni sem trúlega …

Forseti Íslands í Auðarskóla

admin Fréttir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, ásamt fylgdarliði, komu í opinbera heimsókn í Dalina 6. og 7. desember 2017.   Þau byrjuðu heimsóknina á hjúkrunarheimilinu Fellsenda um þrjúleitið miðvikudaginn 6. desember.  Þaðan fóru þau svo að Erpsstöðum þar sem þau fræddust um starfsemina þar og því næst kynntu þau sér ostagerðina í MS í Búðardal.  Að þessu …

Vortónleikar tónlistardeildar Auðarskóla

admin Fréttir

Á fimmtudaginn 11. maí n.k.  verða haldnir hinir árlegu vortónleikar tólistardeildar Auðarskóla. Tónleikarnir fara fram í Dalabúð klukkan 17:00. Nemendur koma fram og sýna listir sínar og viljum við vinsamlega benda áhorfendum á að sitja út tónleikana af virðingu við flytjendur.

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla

admin

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla fer fram þriðjudaginn 22.ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00. Klukkan 11:00 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 11:20 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:40 fyrir nemendur elsta stigs. Einnig minnum við á: Í vetur samþykkti fræðslunefnd og síðar sveitastjórn að Auðarskóli myndi kaupa ritföng fyrir nemendur í 1. – 10. bekk …

Lengd viðvera

admin

Nú styttist í að grunnskólinn byrji.  Eins og síðasta vetur verður boðið uppá lengda viðveru fyrir nemendur í 1.-4.bekk. Hér fyrir neðan má nálgast slóð inná umsóknareyðublað fyrir lengda viðveru. Við vekjum sérstaka athygli á að náðarkorter er í boði fyrir lengda viðveru en það verður að sækja sérstaklega um það á eyðublaðinu. Lengda viðvera byrjar frá og með mánudeginum …

Námsefniskynningar

admin Fréttir

Framundan eru námsefniskynningar með foreldrum í grunnskóladeildinni.  Á námsefniskynningum er farið yfir skipulag kennslu og það námsefni sem kenna á.  Einnig eru fundirnir hentugir fyrir foreldra að skipuleggja foreldrasamstarf vetrarins; kjósa tengla og fl.  Kynningarnar verða sem hér segir:           03. september     elsta stig      kl. 15.00 – 16.00          09. september    miðstig          kl. 15.00 – 16.00          10. september    yngsta stig   kl. …

Nýr aðstoðarleikskólastjóri

admin Fréttir

Staða aðstoðarleikskólastjóra við Auðarskóla var auglýst í september og aftur í október þar sem enginn með fagmenntun hafði sótt um.   Einn umsækjandi var að lokum um stöðuna; Herdís Erna Gunnarsdóttir og hefur hún verið ráðin tímabundið í stöðuna frá 1. nóvember. Herdís gengdi stöðu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann frá hausti 2012 fram í ársbyrjun 2014 í forföllum þáverandi aðstoðarleikskólastjóra.  Hún hefur einnig …