Miðvikudaginn 17. janúar nk. kl. 17 verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu með fjarfund á Teams fyrir íbúa Dalabyggðar til að kynna drög að nýrri menntastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023-2028. Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að fá …
Jólamyndakeppni grunnskólans
Jólamyndakeppni grunnskólans er árviss viðburður í starfi Auðarskóla. Veitt eru verðlaun fyrir bestu jólamyndina á hverju stigi. Í ár voru vinningshafar jólamynda: Stefanía Rut 4. bekk Svana Sigríður 5. bekk Þorgerður 10. bekk Til hamingju Stefanía, Svana og Þorgerður.
Jólagetraun á elsta stigi
Nemendur elsta stigs voru með daglega jólagetraun seinustu sjö kennsludaga fyrir jólafrí. Spurningarnar voru stærðfræði og íslensku tengdar. Telma Karen vann jólagetraunina og fékk glæsilegan vinning í verðlaun. Til hamingju Telma Karen.
Frá 8. des: Leikskólinn lokar á föstudögum kl. 14
Breyting hefur orðið á opnunartíma leikskólans á föstudögum. Frá og með föstudeginum 8. desember mun leikskólinn loka kl. 14:00.
Jólatónleikar tónlistarskólans
Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir miðvikudaginn 13. desember kl. 15:30 í Dalabúð.
Fulltrúi Dalabyggðar á barnaþingi 2023
Barnaþing 2023 var haldið föstudaginn 17. nóvember í Hörpu. Barnaþing gefur stjórnvöldum tækifæri á að fylgja hugmyndum barnaþingmanna eftir og koma tillögum þeirra í framkvæmd. Embættinu ber að boða fjölbreyttan hóp barna til þingsins, alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna. Við upphaf þingsins leggur umboðsmaður barna fram skýrslu um …
Lubbi á afmæli
Haldið var uppá afmæli Lubba á degi íslenskrar tungu, allir nemendur leikskólans komu saman í Fjallasal. Lubbi er 14 ára í dag og því var sungið fyrir hann afmælissönginn ásamt því að syngja 2 Lubba lög; A og B. Síðan voru borðaðir ávextir og saltkringlur í tilefni dagsins. Nemendur áttu glaðan dag eins og sjá má á myndum.
Félagsvist á miðstigi
Spilatímar á miðstigi eru á föstudögum í allan vetur. Nemendur hafa lært hin ýmsu spil og verið mikið fjör. Nú í dag, 10. nóvember var komið að félagsvist og var þátttaka með besta móti og góð stemming í hópnum. Tveir nemendur frá unglingastigi komu og aðstoðuðu við framkvæmd og að kenna reglur og annað.