Styrkur til tónlistardeildar Auðarskóla

adminFréttir

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands, sem haldinn var þann 30. apríl síðast liðinn, var samþykkt að stéttarfélagið styrkti tónlistarkennslu á félagssvæðinu með því að leggja lið Tónlistardeild Auðarskóla. Styrkurinn til Tónlistardeildar Auðarskóla hljóðar upp á 200.000 krónur og er ætlaður til kaupa á hljóðfærum. Við þökkum Stéttarfélagi Vesturlands kærlega fyrir þennan styrk.

Útskrift leikskólans júní 2020

AuðarskóliFréttir

Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra  og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning …

Vorferð miðstigs 2020

AuðarskóliFréttir

Miðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við  okkur glaðan dag í lok skólaárs. Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um staðinn …

Dansýning

adminFréttir

Við viljum minna á að Dansýningin erklukkan 12:00 í dag,​eins og stendur á skóladagatali. Heimakstur skólabíla er klukkan 13:00.

Sumarfrí í Auðarskóla

adminFréttir

Á hádegi föstudaginn 21. júní 2019 mun skrifstofa skólans fara í sumarfrí og mun hún opna aftur þriðjudaginn 6. ágúst.  Leikskóladeild Auðarskóla fer í sumarfrí frá og með fimmtudeginum 27. júní n.k. og opnar aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Skólasetning grunnskólans verður fimmtudaginn 22. ágúst, nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar.

Skólaslit Auðarskóla 2020

AuðarskóliFréttir

Óvenjulegu skólaári í Auðarskóla er nú lokið og hafa skólaslit farið fram en þó með óhefðbundu sniði. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það ástand sem hefur verið í samfélaginu og mestum hluta heimsins því það væri að bera í bakkafullann lækinn sem varð til þess að skólaslit voru með breyttu sniði. Skólaslit Auðarskóla fóru fram þriðjudaginn 2. …

Ný læsisstefna Auðarskóla

adminFréttir

​Auðarskóli hefur unnið að læsisstefnu um nokkurt skeið. Nú er vinnu lokið og komið að útgáfu hennar. Markmið með læsisstefnunni er að efla læsi í víðu samhengi, samræma kennsluhætti og námsmat milli skólastiga.  Læsisstefnuna er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum:Um skólann – Stefnur og mat Til hamingju nemendur, foreldrar og starfsfólk Auðarskóla.

Vorferð elsta stigs

AuðarskóliFréttir

Nemendur elsta stigs fóru í skólaferðalag mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. maí. Haldið var á Staðarfell þar sem Björgunarsveitin mætti með allskonar græjur. Þar fengu nemendur að prufa að síga, busla í sjónum í þurrgalla og fara hring á björgunarbátnum. Sveinn mætti líka með sinn bát svo fleiri gátu farið í einu. Eftir kaffi fóru nemendur í Murdermistery sem er …

​Hjóladagur í leikskólanum

AuðarskóliFréttir

Á þriðjudaginn 19. maí var haldinn hjóladagur í leikskólanum. Félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu ásamt Níels lögreglumanni heimsóttu börn leikskólans. Allir fengu skoðunarmiða á hjólin sín og gengið var úr skugga um að allir væru með hjálmana meðferðis. Mikið var hjólað á afgirtu bílaplani og inni á leikskólalóðinni og var nýja hjólaþvottastöðin líka tekin í notkun. Þvottastöðin vakti mikla lukku og var hún …