Lubbi á afmæli

Auðarskóli Fréttir

Haldið var uppá afmæli Lubba á degi íslenskrar tungu, allir nemendur leikskólans komu saman í Fjallasal. Lubbi er 14 ára í dag og því var sungið fyrir hann afmælissönginn ásamt því að syngja 2 Lubba lög; A og B.
Síðan voru borðaðir ávextir og saltkringlur í tilefni dagsins. Nemendur áttu glaðan dag eins og sjá má á myndum.