Það hafa komið spurningar um hvar eyðublaðið fyrir tónlistarskólann er. Hér er linkur:http://www.audarskoli.is/siacutemargjaldskraacutereyethubloumleth.html Lengst til hægri á þessari síðu er þetta eyðublað það þriðja talið ofan frá.
Rithöfundar í heimsókn í Auðarskóla
Sigrún Elíasdóttir rithöfundur kom í heimsókn í Auðarskóla síðast liðinn mánudag og las fyrir nemendur 3.-7.bekkjar úr nýrri bók sinni „Leitin að vorinu“ sem er sú fyrsta í þríleik. Bókin er fantasía sem fjallar um tvær ólíklegar hetjur sem leita að svarinu við því hvers vegna vorið kemur ekki í Norðurheimi. Á leið þeirra verða að sjálfsögðu skrímsli og forynjur …
Styrkur til tónlistardeildar Auðarskóla
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands, sem haldinn var þann 30. apríl síðast liðinn, var samþykkt að stéttarfélagið styrkti tónlistarkennslu á félagssvæðinu með því að leggja lið Tónlistardeild Auðarskóla. Styrkurinn til Tónlistardeildar Auðarskóla hljóðar upp á 200.000 krónur og er ætlaður til kaupa á hljóðfærum. Við þökkum Stéttarfélagi Vesturlands kærlega fyrir þennan styrk.
Skólaakstur fellur niður
Á morgun, miðvikudaginn 8. janúar 2020, mun allur skólaakstur í Auðarskóla falla niður.
Útskrift leikskólans júní 2020
Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning …
Útskrift leikskólans júní 2020
Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning …
Vorferð miðstigs 2020
Miðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við okkur glaðan dag í lok skólaárs. Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um staðinn …
Dansýning
Við viljum minna á að Dansýningin erklukkan 12:00 í dag,eins og stendur á skóladagatali. Heimakstur skólabíla er klukkan 13:00.
Vorferð miðstigs 2020
Miðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við okkur glaðan dag í lok skólaárs. Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um …
Sumarfrí í Auðarskóla
Á hádegi föstudaginn 21. júní 2019 mun skrifstofa skólans fara í sumarfrí og mun hún opna aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Leikskóladeild Auðarskóla fer í sumarfrí frá og með fimmtudeginum 27. júní n.k. og opnar aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Skólasetning grunnskólans verður fimmtudaginn 22. ágúst, nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar.