Í Auðars kóla hefur verið boðið upp á úrr æði , frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „ ein s taklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“. Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun f e lur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan . Verkefnið sem byggir á atferlismótun …
Myndir úr hauststarfi
Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu. Þetta eru myndir úr ýmsum áttum. Slóðin á myndirnar er hér. http://www.flickr.com/photos/audarskoli/
Dagur leikskólans
Dagur leikskólans er næstkomandi föstudag þann 6. febrúar. Þá verður opið í leikskólanum frá kl. 09.00 -10.00 fyrir foreldra og aðra gesti til að líta á börnin og starfssemina. Klukkan 9.00 er t.d. söngstund með börnunum í salnum, sem gaman getur verið að fylgjast með. Kaffi á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir
Öskupokagerð
Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins og nemenda á efsta stigi. Það verður gleði og glaumur á öskudaginn!
Leiksýning á vegum foreldrafélagsins
Mánudaginn 17. nóvember mun Möguleikhúsið sýna leikritið „Langafi prakkari“ eftir Pétur Eggerz. Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir sýningunni og byrjar hún klukkan 10:30 í Dalabúð. Sýningin er ætluð börnum í 1. – 4. bekk grunnskólans og nemendum úr leikskólanum. Börnin eru í umsjón starfsfólks skólans en foreldrar eru velkomnir með á sýninguna ef þeir vilja.
Skógræktarstarf í Auðarskóla
Auðarskóli hefur til umráða svæði austan við Búðardal, ofan við Rarikhúsið, til þess gróðursetja trjáplöntur. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju.“ Verkefninu er á þennan hátt ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu …
Morgunverður í Auðarskóla
Tvær tegundir af súrmjólk, fimm tegundir af morgunkorni, rúsínur og fjórar tegundir af ávöxtum/grænmeti.
Myndlistasýning
Nú stendur yfir myndlistasýning nemenda úr 8. bekk í Leifsbúð. Nemendur völdu sjálfir verk eftir valinn listamann/konu. Því næst prentuðu þeir út mynd af verkinu, staðsettu myndina á striga og stækkuðu hana. Þeir áttu að ímynda sér hvernig myndin gæti hafa litið út, mála viðbótina og reyna að ná litum og áferð frummyndarinnar eftir bestu getu. Myndirnar verða til sýnis …
Þemadagar
Dagana 11. – 13. febrúar verða árlegir þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla. Þemað er „Sagan í Dölum“. Nemendum og starfsmönnum hefur verið skipt niður í hópa, sem hafa verið að störfum síðustu tvær vikurnar til að undirbúa þemavinnuna. Að þessu sinni verður þemað afrakstursmiðað. Í lok þemadagana verður opið hús og þar verður foreldrum og gestum boðið að heimsækja skólann frá kl. 11.00 á föstudag …
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin í Auðarskóla fór fram í gær. Það voru nemendur í 7. bekk skólans sem kepptu í tveimur umferðum. Sigurvegarar voru þau Erna Hjaltadóttir og Ólafur B. Indriðason og verða þau keppendur skólans í Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi. Varamaður þeirra verður Sigrún Ó. Jóhannesdóttir. Myndin er af sigurvegurum þremur og formanni dómnefndar; Önnu Eiríksdóttur.