Þær breytingar urðu nú í vor að til starfa í Dalabyggð tók íþrótta- og tómstundafulltrúi. Við þau tímamót færist allt félagslíf sem tengist starfi félagsmiðstöðva af skólanum yfir á hið nýja embætti. Um er að ræða allt sem viðkemur Samfés og opnu húsi á miðvikudagskvöldum. Auðarskóli verður engu að síður með félagslíf, en með breyttu sniði. Í vetur verður farið …
Starfsmann vantar á leikskóla
Vegna forfalla er nú laus 100% staða starfsmanns við umönnun barna í leikskóla Auðarskóla. Umsækjandi þarf að hafa hlýtt viðmót, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og vera áhugasamur um skólastarf og starfsþróun. Vinnutími er 8.00 – 16.00 og 09.00 – 17.00 (mismunandi eftir vikum). Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 10. október . …
Skipulagsdagur þann 6. október
Þann 6. október næstkomandi eru allar deildir skólans á námskeiði. Því verður ekki skólahald; hvorki í leik- né grunnskóla og akstur fellur niður. Skólahald hefst aftur samkvæmt áætlunum þriðjudaginn 7. október. skólastjóri
Fjölgun í Auðarskóla
Nokkur fjölgun er á milli ára í grunnskóladeild Auðarskóla og er fjöldinn nú að nálgast þá skemmtilegu tölu 100, en nemendur í upphafi skólaárs eru 98. Einu sinni hafa verið fleiri nemendur í grunnskólanum í Búðardal og þá voru þeir 99. Hér fylgir yfirlit yfir aldurskiptingu nemenda: Yngsta stig 1. bekkur 12 Umsjónarkennarar: Þórdís Edda Guðjónsdóttir 2. bekkur 13 …
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum fimmtudaginn 18. september kl. 20:00. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs 4. Lagabreytingar 5. Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. 6. Önnur mál …
Ný stjórn nemendafélagsins
Nemendur kusu sér nýja stjórn í nemendafélaginu í síðstu viku. Nýja stjórnin er skipuð á eftirfarandi hátt: Formaður kosinn í beinni kosningu : Eggert Kári Ingvarsson úr 9. bekk Fulltrúar úr 8. bekk: Sigrún Ó. Jóhannesdóttir og Ólafur B. Indriðason Varamaður: Dagur Þórarinsson Fulltrúar úr 9. bekk: Eyrún E. Gísladóttir og Hafdís Ösp Finnbogadóttir Varamaður: Helgi F. Þorbjarnarson Fulltrúar úr …
Tónlistarnám í Auðarskóla
Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla. Skráningu skal ljúka fyrir 27. ágúst. Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 28.ágúst. Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski. Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér . Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér . Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér eða hjá …
Skólasetning
Fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50 Yngsta stig (nemendur fæddir 2008, 2007, 2006 og 2005) Kl. 10.10 Miðstig (nemendur fæddir 2004, 2003 og 2002) Kl. 10.30 Elsta stig (nemendur fæddir 2001, 2000 og 1999) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig. Eftir samveru stigsins ganga umsjónarhópar til heimastofu með …
Nýtt skólaár hafið – innkaupalistar
Nýtt skólaár hófst 1. ágúst en þá opnaði leikskólinn og skrifstofa skólans eftir sumarfrí. Starfsfólk grunnskólans kemur til starfa 15. ágúst og 21. ágúst mæta nemendur til starfa. Stuðst er við sömu viðmið og áður hvað varðar lista yfir nauðsynlegan útbúnað í skólann. Listarnir eru aðgengilegir hér að neðan: Yngsta stig Miðstig Efsta stig Foreldrar eru beðnir að skoða vel …
Áætluð vinnustöðvun FL
Ágætu foreldrar Fimmtudaginn 19.júní næstkomandi er áætluð vinnustöðvun hjá félagi leikskólakennara (FL) hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Í leikskóla Auðarskóla er deildarstjóri Álfadeildar félagi í FL og leggur því niður vinnu þann daginn. Vegna þessa er deildin lokuð umræddan dag og ekki hægt að taka á móti börnum . Hjóladagur sem vera á 19.júni fellur einnig niður verði …