Fuglaskoðun

admin

Nemendur 1. -2. bekkjar hafa undanfarið verið að fræðast um hafið. Við höfum verið að skoða sjófugla, fjöruna og fiska. Í tilefni af því skelltum við okkur í fuglaskoðun miðvikudaginn 3. maí. Farið var í fjöruna fyrir neðan Ægisbrautina. Farið var með þá sjónauka sem skólinn á og nokkrir komu með sjónauka að heiman- einhverjir komu með fuglabækur.Veðrið var ágætt …

Skýrsla næringarfræðings

admin

Ragnheiður Ásta Guðnadóttir næringarfræðingur hjá Næringarsetrinu hefur lokið úttekt á matseðlum hjá mötuneyti Auðarskóla í Búðardal.  Úttektin er nú komin út í skýrslu sem er aðgengileg hér á vefsíðu skólans undir hlekknum „útgáfa“.  Úttektin var að þessu sinni aðeins gerð í Búðardal og nær ekki yfir morgunmatinn. Í heild sinni er niðurstaðan góð.  Mötuneytið stenst í flestu þau viðmið sem …

Lyngbrekkuballið – upplýsingar

admin

Þann 27. apríl verður unglingadansleikur í Lyngbrekku á Mýrum.   Dansleikurinn er á vegum samstarfsskólanna í Borgarfirði, Dölum og Reykhólasveit.   Skemmtunin hefst kl. 19.00 og lýkur kl. 22.00.  Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi.  Verð fyrir hvern nemanda er krónur 2.000.  Sjoppa er á staðnum. Áætlað er að rúta fari úr Saurbænum kl. 17.30 og frá Búðardal 18.00.   Nemendur ættu að vera …

Bókasafnsdagurinn

admin

Fimmtudagurinn 14. april síðastliðinn var bókasafnsdagurinn.  Í því tilefni bauð Hugrún forstöðumaður Héraðsbókasafnsins leikskólanum í heimsókn.   Guðrún Kristinsdóttir las söguna af Gípu, sem börning sýndu mikin áhuga.  Hugrún sýndi börnunum svo herbergi sem var fullt af mjög gömlum bókum.  Að lokum fengu allir að skoða bækur og kex að borða.

Útvarp Auðarskóli

admin

Nú er undirbúningur undir útsendingar Útvarps Auðarskóla í fullum gangi.  Verkefnið er hluti dagskrár Jörvagleðinnar.  Hvarvetna um skólann erum nemendur í 6. – 10. bekk að vinna að útvarpsþáttum.  Viðtöl eru tekin, auglýsingar leiknar, samdar sögur og lagalistar settir saman.  Útsendingin hefst svo á fimmtudaginn kemur kl. 20.00.  Sent er út frá skólanum í Búðardal á FM 105,1 .  Ekki …

Kvenfélagið Fjólan kemur færandi hendi

admin

Tvær konur, þær Díana Ósk Heiðarsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttur, úr Kvenfélaginu Fjólan komu færandi hendi hingað í skólann fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn. Þær færðu tónlistardeild Auðarskóla peningagjöf sem á að nýta á þann hátt sem stjórnendum finnst best henta í tónlistardeildinni. Starfsfólk Auðarskóla þakkar Kvenfélaginu Fjólan fyrir rausnarlega gjöf sem kemur sér vel. Á myndinni hér til hliðar má sjá Ólaf Einar Rúnarsson …

Árshátíð nemenda í Tjarnarlundi lokið

admin

Í gærkveldi héldu nemendur Auðarskóla í Tjarnarlundi sína árshátíð.  Þótt ekki séu nemendurnir margir var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.  Í útibúinu eru sjö strákar og ein stelpa og því lá beinast við að setja upp leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö.  Leikútgáfan var fjölbreytt og skemmtileg og þurftu leikarar að bregða sér í mörg gervi.  Fá upphafi til enda einkenndi …

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar

admin

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Leifsbúð í Búðardal í gær.  Alls mættu 11 keppendur frá eftirfarandi skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugagerðisskóla, Grunnskólanum  Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar.   Keppendur sem allir eru úr 7. bekk kepptu í þremur umferðum.  Allir stóðu upplesarnir sig vel og var úr vöndu að ráða hjá dómurum.  Sigurvegari að þessu sinni varð Harpa Hilmisdóttir  úr Borgarnesi (sjá …

Hundaleiðangur í leikskólanum

admin

Í vikunni fóru tveir elstu hóparnir á Álfadeild leikskólans í hundaleiðangur.  Leiðangurinn var farinn í tenglsum við hundaþema, sem verið er að vinna að.  Krakkarnir voru svo heppnir að hitta hundinn Millu (sjá mynd) sem leyfði þeim að knúsa sig og kjassa. Síðan lá leiðin með Ægisbrautinni og þar hittu þau siberian husky hundinn; Úlf.  Að lokum var farið í …