Skólasetning 2015

admin Fréttir

Föstudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir:      Kl. 09.50    Yngsta stig (nemendur fæddir 2009, 2008, 2007, og 2006)    Kl. 10.10    Miðstig (nemendur fæddir 2005, 2004 og 2003)    Kl. 10.30    Elsta stig (nemendur fæddir 2002, 2001 og 2000) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig.  Eftir samveru …

Auðarskóli hlýtur styrk

admin Fréttir

Auðarskóli hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði að upphæð 500.000 kr. til að vinna að þróunarverkefninu             “ Opið áhugasviðsval“   Verkefnið hófst sem tilraunarverkefni í ágúst 2013 en þetta skólaár hefur það verið formgert meira og því stillt upp sem formlegu þróunarverkefni.  Verkefnastjóri þróunarverkefnisins er Linda Traustadóttir kennari. Í stuttu máli er um að ræða tvo tíma á viku þar sem nemendur …

Tónfundir

admin Fréttir

Tónfundir í tónlistardeild Auðarskóla verða dagana 25. – 26. mars.  Þriðjudaginn 25. mars verða 1. – 4. bekkur í tónlistarskólanum frá kl. 14.30 – 15.10 og þann 26. mars verða 5. – 10. bekkur í efra rými grunnskólans frá kl. 14.30 – 15.10.  Allir eru velkomnir á tónfundina.

Leikskólakennaranám

admin Fréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakennarafræðum. Um er að ræða margþættan stuðning:– laun í staðbundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum– eingreiðslur (námsstyrkir) tvisvar á skólaárinu– aðgangur að tölvukerfum Auðarskóla og Office 365– aðgangur að vinnu- námsaðstöðu í skóla; þrentun, ljósritun, interneti og fl.Stefnt er að því að ná saman nokkrum hópi nema sem gæti verið í …

Jólaföndursdagurinn

admin Fréttir

Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla.  Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi.Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir. Einnig notuðu margir tímann í …

Piparkökuskreyting foreldrafélagsins

admin Fréttir

Á mánudaginn 14. desember stendur foreldrafélagið fyrir hinni árlegu piparkökuskreytingu. Við byrjum klukkan 17:00 í kaffisalnum í Dalabúð.Foreldrafélagið útvegar piparkökurnar og glassúr. Reynum að redda sem flestum litum í glassúrinn en það er velkomið að koma með fleiri liti.Vinsamlegast komið með ílát til að taka kökurnar með heim í. ​KveðjaStjórn foreldrafélags Auðarskóla

Mikið lesið á miðstigi

admin Fréttir

Á miðstigi er  lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í …

Tónlistarnám í Auðarskóla

admin Fréttir

Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla.   Skráningu skal ljúka fyrir 27. ágúst. Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 28.ágúst.  Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski.  Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér.Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér.Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér eða  hjá umsjónarkennurum í skólanum og …

Staðarhólsbók í Auðarskóla

admin Fréttir

Þann 20. maí kom Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnakennari hjá Árnastofnun, í heimsókn með handrit Staðarhólsbókar í farteskinu. Handritið dregur nafn sitt af Staðarhóli í Saurbæ, þaðan sem Árni Magnússon fékk það. Svanhildur kynnti fyrir nemendum á miðstigi íslensku skinnhandritin og fræddi okkur um handverkið við gerð og ritun handritanna. Nemendurnir fengu svo að skrifa eigin ‘handrit’ með fjöðurstaf og jurtableki á bókfell …

Þemadagarnir 26. – 28. febrúar

admin Fréttir

Dagana 26. – 28. febrúar verða þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla. Þema ársins er „íþróttir“.  Að vanda er fjölbreytileikinn i fyrirrúmi á þemadögum.  Ýmsar nýjar íþróttagreinar verða hannaðar, Einar Daði Lárusson og Ragnhildur Skúladóttir koma i heimsókn frá ÍSÍ  og haldnir verða Auðarskólaleikar.  Þessa daga riðlast nokkuð tímaskipulag og hefðbundin stundatafla er lögð til hliðar um stund.  Því hafa verið sett …