Þemadagarnir 26. – 28. febrúar

admin

Dagana 26. – 28. febrúar verða þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla. Þema ársins er „íþróttir“.  Að vanda er fjölbreytileikinn i fyrirrúmi á þemadögum.  Ýmsar nýjar íþróttagreinar verða hannaðar, Einar Daði Lárusson og Ragnhildur Skúladóttir koma i heimsókn frá ÍSÍ  og haldnir verða Auðarskólaleikar. Þessa daga riðlast nokkuð tímaskipulag og hefðbundin stundatafla er lögð til hliðar um stund.  Því hafa verið sett …

Hópferð á Grease !

admin

Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar sýnir hinn sívinsæla söngleik Grease. Við fjölmennum á sýninguna með nemendur af mið- og efsta stigi fimmtudaginn 27. febrúar n.k. Lagt verður af stað frá Auðarskóla kl. 18:30. Miði á söngleikinn og sætaferð: kr. 500,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í netfagnið valaislandia@hotmail.com eða síma 845-2477 fyrir mánudaginn 24. febrúar. Stjórn foreldrafélagsins

Dagur leikskólans

admin

Fimmtudaginn 6. febrúar  er Dagur leikskólans. Við ætlum að gera okkur dagamun þann dag og verður opið hús í leikskólanum frá kl. 14-16. Börnin mega mæta með hatt, bindi, slaufu eða veski til að punta sig með. Um hálf þrjú mun Regnbogahópurinn (börn fædd 2008) vera með smá uppákomu í salnum. Vonandi sjáum við sem flesta, það eru allir velkomnir. …

Gjaldfrjálsar tannlækningar

admin

Landlæknisembættið vill koma eftirfarandi á framfæri: Vakin er athygli á því að frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald, fyrir öll þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára.  Sjá frekari upplýsingar í viðhengi og á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/frettir/frett/2014/01/07/A-barnid-thitt-rett-a-gjaldfrjalsum-tannlaekningum/ Gjaldfrjálsar tannlækningar eru háðar því að börnin séu skráð hjá …

Nýr námskrárvefur Auðarskóla

admin

Ný námskrá Menntamálaráðuneytisins frá 2011 felur í sér breytingar á ýmsu er við kemur skólastarfinu.  Á nýjum námskrárvef er hýst námskrá um nám, hæfniviðmið, námsmat, lykilhæfni og kennsluhætti í grunnskóladeild Auðarskóla.  Einnig er grunnþáttum menntunar gerð nokkur skil. Námskráin er að þessu sinni að stórum hluta smíðuð beint á vefinn í stað þess að setja hana upp fyrst á pappír …

Valið hagnýtt

admin

Í áhugasviðsvali á unglingastigi er hægt að velja sér viðfangsefni á víðum grundvelli.  Vignir Smári Valbergsson hafði séð að maturinn var borinn í hitakössum úr eldhúsi og fram í borðsal og að vagnar eldhúsins hentuðu ekki til flutningana. Vignir valdi í áhugasviðsvali að hanna frá grunni og smíða sérstakan vagn undir fluttningana. Smíðinni lauk hann í desember  og kom svo …

UNICEF söfnunin samkvæmt markmiðum

admin

Nemendafélag Auðarskóla ákvað í haust að safna fé handa Unicef.  Markmiðið var að safna 100.000 kr.  Söfnunin hófst formlega 18. nóvember og lauk þann 5. desember á kaffihúsakvöldi nemenda. Eftirfarandi vörður voru settar í söfnuninni til að gera hana skemmtilegri: Við  20.000 markið. Sindri Geir og Einar Björn fara með hár sitt í aflitun. Við  50.000 markið . Hlynur Snær …

Jóladagskráin

admin

Á síðustu dögum fyrir jól er jólahátíðar minnst í stóru og smáu í Auðarskóla.  Næstu daga eru helstu atburðir skólans sem tengjast jólum. Í dag 17. desember eru litlu jólin í leikskólanum .  Að þessu sinni eru þau haldin í nýjum salarkynnum leikskólans kl. 15.30. Á morgun, þann 18. desember eru jólatónleikar tónlistarskólans .  Verða þeir haldnir í Dalabúð kl. …

Forritun í Auðarskóla

admin

Í Auðarskóla er kennd forritun í unglingdeild og er um nýung að ræða, sem farið hefur vel af stað. Á fimmtudaginn var tóku nemendur þátt í átakinu Hour of Code.  Hér er um alþjóðlegt verkefni að ræða þar sem þátttakendur eru komnir yfir 10 milljónir á heimsvísu. Nemendur leystu 20 æfingar undir handleiðslu Mark Zuckerberg, Bill Gates og fleiri stórmenna …

Kaffihúsakvöldið

admin

Fimmtudaginn 5. des. verður Kaffihúsakvöld Auðarskóla. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30 í Dalabúð. Boðið verður upp  á kakó og smákökur. Það verða skemmtiatriði sem eru samin og flutt af krökkum í 6.-10. bekk skólans. Einnig verður happdrætti með glæsilegum vinningum. Það kostar 600 kr. inn og einn happdrættismiði fylgir. Frítt er fyrir nemendur skólans og krakka …