Styrkur til Auðarskóla frá Lionsklúbbi Búðardals

admin Fréttir

Þann 10. mars síðast liðinn hélt Lionsklúbbur Búðardals svokallað kótilettukvöld þar sem eldaðar voru dýrindis kótilettur og margir komu og skemmtu gestum.  Viðburðurinn var auglýstur til styrktar Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Á föstudaginn 13. apríl afhenti Lionsklúbburinn svo þessum aðilum afrakstur kótilettukvöldsins og fékk Auðarskóli heilar 250.000 krónur í sinn hlut. Við þökkum Lionsklúbbi Búðardals alveg kærlega fyrir þessa …

Verk frá nemendum á bókasafni

admin Fréttir

Á nýrri örsýningu Héraðsbókasafnsins gefur að líta verk eftir þá nemendur Auðarskóla sem á þessari önn eru í myndmennt. Sýningin mun aðeins standa út marsmánuð og viljum við því hvetja alla til að koma og sjá þessi fallegu myndverk. 

Stóra upplestrarkeppnin í Búðardal

admin

Föstudaginn 29. mars 2019 var stóra upplestrarkeppnin haldin í Búðardal. Til stóð að keppnin ætti að fara fram fimmtudaginn 28. mars en þar sem veðurhorfur voru slæmar og vetrarfærð þá var ákveðið að fresta henni um sólarhring. Föstudagurinn rann um með góðu veðri sól og vetrarblíðu. Keppendur frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar komu hingað í Búðardal ásamt …

Stóra upplestrarkeppnin

admin

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram miðvikudaginn 20. mars. Óhætt er að segja að nemendur hafi staðið sig með stakri prýði. Tekið góðum framförum og bætt sig hvert í sínum þáttum. Fulltrúar Auðarskóla í Vesturlandsupplestrinum sem verður í Dalabúð fimmtudaginn 28. mars verða þau Jóhanna Vigdís og Alexander Örn. Til vara er Katrín.

Leppalúði í Auðarskóla

admin Fréttir

Þriðjudaginn 3. desember var Kómedíuleikhúsið með leiksýningu fyrir alla nemendur í grunnskóladeildinni og tvo elstu árgangana í leikskólanum um Leppalúða. Leppalúði hefur ávallt staðið í skugganum af Grýlu og jólasveinunum eins og segir í leikskrá og loksins fær hann að vera í sviðsljósinu. Höfunundur leikritsins er Elfar Logi Hannesson og er hann eini leikarinn í sýningunni. Nemendur skemmtu sér ágætlega …

Mikilvægt fyrir alla foreldra/forráðamenn – Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum mánudaginn 22. október kl. 17:30.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins.3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs.4. Lagabreytingar.5. Kosningar.  Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á.6. Önnur mál.            Mikilvæg málefni er varða alla foreldra/forráðamenn. Komin eru …

Tónfundur tónlistardeildar Auðarskóla

admin Fréttir

Á fimmtudaginn 18. október verður tónfundur í Auðarskóla. Hann verður eins og undanfarin skipti í efra holi grunnskólans og hefst klukkan 13:30. Áætlaður er klukkutími fyrir nemendur til að láta ljós sitt skína við spilamennsku og söng.  Við viljum góðlátlega benda fólki á að sitja út tónfundinn af virðingu við þá nemendur sem koma fram.