Jólamyndasamkeppni

AuðarskóliFréttir

Jólamyndasamkeppni er fastur liður í aðdraganda jólanna í Auðarskóla. Nemendur teikna jólamynd á A4 blað, myndin skal vera teiknuð fríhendis og eru jólin viðfangsefni þátttakenda. Þriggja manna dómnefnd fer yfir myndirnar og velur eina mynd af hverju stigi sem sigurvegara. Dæmt er út frá framkvæmd, hugmyndaflugi, sköpun og jólaanda myndarinnar. Dómnefndin í ár er skipuð Bjarka sveitastjóra, Maríu Hrönn myndmenntakennara …

Líflegt skólastarf

AuðarskóliFréttir

Líflegt skólastarf og skapandi samvera í Auðarskóla Haustið hefur verið viðburðaríkt hjá nemendum Auðarskóla, sem hafa tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum af krafti. Nýverið var haldið kaffihúsakvöld sem tókst einstaklega vel. Þar skipulögðu nemendur atriði, bökuðu kökur, sinntu tæknimálum og miðasölu, auk þess að gleðja gesti með skemmtiatriðum og happdrætti. Skólinn þakkar samfélaginu fyrir frábæran stuðning. Danssýning nemenda 29. nóvember …

Syndum fyrir hreinu vatni

AuðarskóliFréttir

Í nóvember tóku nemendur Auðarskóla þátt í verkefninu „Syndum fyrir hreinu vatni“ á vegum ÍSÍ. Nemendur nýttu um 10-20 mín í öllum sundtímum mánaðarins til að safna sundferðum. Sá tími var jafnframt nýttur til að miðla fróðleik um vatnið okkar og hvað börn og ungmenni í Afríku hafa mörg hver lítinn aðgang að vatni. Nemendur Auðarskóla stóðu sig með prýði …

Nemendaþing í Auðarskóla

AuðarskóliFréttir

Þann 25. nóvember og 27.nóvember var haldið nemendaþing í Auðarskóla með öllum nemendum í 4.-10. bekk. Nemendum var skipt í 5-6 manna hópa þvert á aldur og lagðar fyrir spurningar sem snérust um almenna líðan og samskipti í skólanum. Hvernig þau meta samskiptin og hvaða leiðir þau vilja fara til að bæta þau. Þau svöruðu einnig spurningum sem kemur að …

Heimsókn á Silfurtún

AuðarskóliFréttir

1.-3. bekkur hefur síðustu vikur verið að vinna með kærleikann. Þau lásu bókina um regnbogafiskinn og unnu verkefni tengt sögunni. Í síðustu vikur fóru þau síðan í heimsókn á Silfurtún og gáfu heimilisfólki kærleiksfiskinn með kærleikskveðju frá nemendum, sögðu þeim stuttlega frá verkefninu um kærleikann sem nemendur voru að vinna. Í framhaldinu er ætlunin að fara aftur í heimsókn, spjalla  …

Allt nema skólataska

AuðarskóliFréttir

Í dag voru nemendur með allt nema skólatöskudag. Það gengur þannig fyrir sig að nemendur mega nota hvað sem er í stað skólatösku og var gaman að sjá hugmyndaflug nemenda. Ruslafötur, hrærivélaskál, koddaver, kúahorn og annað frumlegt fengu því nýtt hlutverk í dag og leystu skólatöskurnar af hólmi. Hér að neðan er sýnishorn af skólatöskum dagsins.

Alþjóðadagur læsis 8. september

AuðarskóliFréttir

Alþjóðadagur læsis er 8. september. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Læsi hefur verið skilgreint sem: Lestur – Hlustun – Tal – Ritun. Við í Auðarskóla hvetjum alla Dalamenn til að efla læsi hjá sér og/eða sínum börnum. Það má gera til dæmis með því að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða nota …

Morgunstund í Auðarskóla

AuðarskóliFréttir

Á skólaárinu 2024-2025 verður lögð meiri áhersla á samskipti, samlegð og samvinnu milli nemenda í skólanum. Ein leið til þess er sameinginleg morgunstund á öllum stigum í fyrstu kennslustund dagsins mánudag- fimmtudag. Nemendum er skipt í tólf hópa þvert á stigin. Allir hafa hlutverk í sínum hópi. Verkefnin sem hóparnir leysa geta verið mismunandi milli vikna en á meðan veðrið …

Kosið í stjórn nemenendafélagsins fyrir skólaárið 2024-2025

AuðarskóliFréttir

Stjórn nemendafélagins fyrir skólaárið var kosið í síðustu viku og formannskjörið var haldið í dag 3. sept Stjórn er skipað svohljóðandi: Alexandra Agla – Formaður Þórarinn Páll  Daldís Ronja Guðmundur Sören Aðalheiður Rós Lauga Björg  Varamenn eru Jón Leví Viktor Ísabella Telma Bryndís Kristján Hér má sjá framboðsræðu Alexöndru Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram sem formann er að …

Vorhátíð grunnskólans

AuðarskóliFréttir

Vorhátíð grunnskólans fór fram þann 3. júní með pomp og prakt. Veðurguðirnir buðu uppá hressandi norðanátt og 5 stiga hita en nemendur létu það ekki á sig fá og var gríðarlega gaman.  Vítaspyrnukeppni milli 10.bekkjar og starfsmanna er fastur liður á vorhátið og eins og vera ber halda starfsmenn skólans áfram að vera ósigrandi, þrátt fyrir harða keppni frá 10. …