Nemendafélagið með sölusíðu

admin Fréttir

Nemendur á elsta stigi í Auðarskóla eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í vor.  Nemendafélagið er á fullu að safna fyrir ferðinni og nú eru í boði átta vörur, sem gætu komið sér vel fyrir jólin.  Til þess að allir geti verslað hvar sem er við nemendafélagið hefur verið opnuð sölusíða.  Hér er slóðin á sölusíðuna:http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4605/0/Lokað verður fyrir söluna …

Gleðilegt nýtt ár

admin Fréttir

Auðarskóli óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðin ár. Nokkrar breytingar eru í stofnuninni frá og með þessum áramótum þar sem Eyjólfur Sturlaugsson, sem verið hefur skólastjóri Auðarskóla frá stofnun hans árið 2009, lét af störfum sem skólastjóri nú um þessi áramót.  Settur skólastjóri þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn er Þorkell Cýrusson (keli@audarskoli.is). Staðgengill skólastjóra er …

Dagur íslenskrar tungu

admin Fréttir

Í tilefni dags íslenskrar tungu komu fjórir nemendur úr sjöunda  bekk og lásu fyrir leikskólabörnin. Heimsókn sem þessi er afar kærkomin og setur lit á daginn fyrir alla. Starfsfólk leikskólans

AFS Skiptinemar í Auðarskóla veturinn 2016-2017

admin Fréttir

Þriðja árið í röð hýsir Auðarskóli í Dölum skiptinema á vegum skiptinemasamtakanna AFS sem gerir skólann okkar nú einn af stærri samstarfsaðilum AFS á Íslandi.  Ber því að fagna hversu opnar fjölskyldur í Dölum eru fyrir því að opna heimili sín fyrir unglingum frá ólíkum menningarheimum og gefa af sér til þessara fósturbarna sinna sem koma allstaðar að úr heiminum. …

Tónleikar

admin

​Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir tónleikum fimmtudagskvöldið 14. Apríl 2016 klukkan 20:00 í Dalabúð. ​ ​Viðburðurinn er liður í söfnun nemenda fyrir skólaferðalagi til Danmerkur. Aðgangseyrir 1.000 kr. ATH: enginn posi á staðnum

Stærðfræðikeppni

admin Fréttir

Hin árlega stærðfræðikeppni var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 11. mars síðastliðinn. Haldin var undankeppni innan Auðarskóla og voru þrír nemendur sem fóru úr unglingadeildinni í keppnina einn úr hverjum árgangi. Keppendurnir voru Eydís Lilja, Benedikt Máni og Steinþór Logi. Allir keppendur Auðarskóla lentu í efstu 15 sætum innan síns árgangs en Steinþór Logi Arnarsson lenti í 2. Sæti.

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin Fréttir

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …

Öskupokagerð

admin Fréttir

Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins  og nemenda á efsta stigi.   Það verður gleði og glaumur á öskudaginn!

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

admin

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla.  Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal.  Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur .  Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri.  Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is ​ Við leitum …