Vináttu Blær á afmæli

Auðarskóli Fréttir

Vináttu Blær átti afmæli í gær. Auðarskóli er Vináttu skóli og fögnuðu börnin í leikskólanum afmæli Blæs. Blær fékk afmæliskórónu eins og afmælisbörnum sæmir og afmælissöngur var sunginn.

Skipulagsdagur og foreldrasamtalsdagur

Auðarskóli Fréttir

Nk. þriðjudag 7. febrúar er skipulagsdagur í grunnskóla Auðarskóla. Daginn eftir, miðvikudaginn 8. febrúar, fara fram foreldrasamtöl bæði í leik- og grunnskóla. Tölvupóstur með nánari tímasetningu  verður sendur til foreldra þriðjudaginn 31. janúar.  

Skólapúlskannanir í febrúar

Auðarskóli Fréttir

Í febrúar verður lögð fyrir Skólapúls skoðanakönnun fyrir nemendur í 6. til 10. bekkja og fyrir foreldra leik- og grunnskóla. Alls verða því sendar út þrjár kannanir. Foreldrar hafa nú þegar fengið tölvupóst frá skólanum um komandi könnun. Þátttökukóði verður sendur í tölvupósti til foreldra í byrjun febrúar. Er það von okkar að svörun verði góð svo að niðurstöður verði …

Hópmyndataka eftir litlu-jólin

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jól grunnskólans fóru fram í dag, föstudaginn 6. janúar. Smellt var í eina hópmyndatöku eftir dans og söng í kringum jólatréð. Skemmtu nemendur og starfsmenn sér vel, farið var í leiki, skipst á jólagjöfum, dansað og sungið í kringum jólatréið og snæddur hátíðarmatur.  Takk fyrir litlu-jólin!

Nýársball elsta stigs í Dalabúð

Auðarskóli Fréttir

Nýársball verður haldið í Dalabúð fimmtudaginn 5. janúar kl. 19.30 – 22.30. Ballið er á vegum nemendafélags Auðarskóla og er ætlað öllum elsta stigs nemendum. Nemendum eftirfarandi skóla hefur verið boðið: Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskóla Borgarness, Reykhólaskóla, Laugagerðisskóla,  Grunnskóla Hólmavíkur, Grunnskóla Stykkishólms og Grunnskóla Drangsness. Miðaverð er 1500 kr. Sjoppa verður á staðnum. DJ Elvar kemur fram á ballinu. Þema nýársballs …

Litlu-jól grunnskólans 6. janúar

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jól grunnskólans verða haldin föstudaginn 6. janúar.  Nemendur mæta í skólann kl. 8.30 og hefst þá dagskrá litlu-jóla. Hátíðar-matur verður snæddur um kl. 11.30 og lýkur um kl. 12.20. Skólabílar aka heim kl. 12.30.