Landnámssetur í Dalina

admin

Elín Huld Jóhannesdóttir hefur góðfúslega veitt leyfi  fyrir því að verðlaunaverkefni hennar sé birt á vefsíðu Auðarskóla. Verkefni Elínar er útfærsla á landnámssetri að Hvammi í Dölum.  Útfærslan, sem þykir bæði vönduð og ýtarleg, er studd myndum og teikningum. Hægt er að skoða verkefnið í heild með því að hlaða niður skjalinu hér fyrir neðan. Landnámssetur í Hvamm Elín Huld …

Góður árangur

admin

Auðarskóli tók þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni þetta árið sem undangengin ár. Verkefni þetta gengur úr að koma með hugmyndir sem gefa fyrirheit um betri heimabyggð. Síðustu þrjú ár hafa nemendur staðið sig með afbrigðum vel og ávallt fengið verðlaunasæti. Að þessu sinni lenti skólinn í þriðja sæti og var það ritgerð Elínar Huldar Melsteð Jóhannesdóttur 9. …

Takk fyrir innlitið

admin

Í gær 6. febrúar var „Dagur leikskólans“. Leikskóli Auðarskóla var með opið hús og þakkar gestum og gangandi kærlega fyrir innlitið.

Dagur leikskólans

admin

Mánudaginn, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa opið hús hér í leikskólanum og foreldrar eru velkomnir á milli 9:00-11:30 og 13:30- 15:00 í heimsókn og taka þátt í starfinu með okkur. Kl. 9:30 ætlum við að vera með sameiginlega söngstund og væri gaman ef einhverjir sjá sér fært að koma og syngja með okkur. …

Góð ferð og þriðja sætið

admin

Föngulegur hópur 8. – 10. bekkinga skellti sér í Borgarnes þann 26. janúar til þess að taka þátt í og fylgjast með undankeppni í Samfés. Tvö atriði frá skólanum tóku þátt, annarsvegar  Gemlingarnir með þeim Angantý, Hlyni, Guðbjarti og Hlöðver Smára  og hinsvegar Hlöðver Smári og Benedikt Máni með þær Guðrúnu Birtu og Elínu Huld í bakröddum. Skemmst er frá því að segja að …

Umbótaáætlun

admin

Nú hefur umbótaáætlun er varðar líðan-hrós-aga í grunnskólanum verið sett á vefsvæðið.   Áætlunin er unnin í beinu framhaldi af niðurstöðum úr sjálfsmati skólans er varða þessa þætti.  Reiknað er með að meta þessa titeknu þætti aftur í nóvember.  Umbótaáætlunina er að finna á þessari slóð hér.

Á leið í Skólabúðirnar á Reykum

admin

Samkvæmt skóladagatali á Auðarskóli bókaða viku fyrir nemendur í 7. bekk í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði vikuna 16. – 20. janúar. Nemendur verða það með nemendum samstarfsskólana úr Borgarfirði og Hvalfjarðarsveit. Lögð er áhersla á að allir nemendur fari og njóti samveru við leik og störf. Umsjónarkennari fer með nemendum sínum. Ferðaáætlun : Áætlað er að rúta fari á …

Starfsáætlun Auðarskóla í prentvænni útgáfu

admin

Nú hefur mest af því efni sem finnst hér á vefsvæði Auðarskóla verið uppfært,  sett niður í kafla og gert að prentvænu efni.   Um er að ræða starfsáætlun Auðarskóla fyrir 2011 – 2012. Skjalið hentar þeim sem vilja frekar lesa af pappír en af skjá en  einnig  hugsanlega þeim sem finnst betra að lesa efni af skjá skipulega uppsett …

Ný önn í tónlistardeild er að hefjast

admin

Nú er ný önn að hefjast í tónlistardeildinni og við þessi annaskipti gefst tækifæri til að breyta til. Hafi foreldrar áhuga á að auka eða minnka nám nemenda sinna þurfa þeir að hafa samband við tónlistarkennara sem allra fyrst. Einnig ef ekki er sótt eftir frekara námi í vetur. Hafi foreldrar ekki samband fyrir 13. janúar er litið svo á …

Stærðfræði við skólaskil

admin

Út er komin lokaskýrsla þróunarverkefnisins “ Stærðfræði við skólaskil“.   Þróunarverkefnið er að öllu leyti unnið í Auðarskóla og  fjallar um samstarf elsta árgangs leikskólans og yngsta árgangs grunnskólans.  Samstarfið er byggt á stærðfræði að stórum hluta.  Þróunarverkefnið fékk styrk frá Verkefna- og námsleyfasjóði Kennarasambands Íslands.  Verkefnastjórar voru Jóhanna Sigrún Árnadóttir og Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir. Skýrslan í heild sinni hér.